Arcan inndælingarkerfi fyrir sprungur, steypuskil sökkla o.fl.

Múrarar, verktakar

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Þetta er námskeið er fyrir verktaka, hönnuði og aðra sem fást við viðhald fasteigna og mannvirkja. Markmið þess er að auka þekkingu á mismunandi aðferðum og efnum við vatnsþéttingar og auka skilning á mismunandi tegundum efna og í hvaða tilfellum þau eiga við. Farið verður í mismunandi aðferðir og efni til inndælingar og aðrar vatnsþéttingar frá þýska framleiðandanum Arcan Waterproofing. Kynnt verður m.a nýtt og byltingarkennt einþátta inndælingarefni úr Integral, sem er einfalt í notkun og umhverfisvænna en áður hefur þekkst. Farið verður yfir helstu inndælingarkerfi og efnisval miðað við mismunandi aðstæður og tegundir vatnsleka. Einnig verða kynntar nýjar aðferðir í vatnsþéttingum sökkla innanfrá og íblöndunarefni fyrir sprautusteypu í jarðgöngum og mannvirkjum undir vatnsyfirborði. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Múrefni ehf í Mosfellsbæ og verður bæði bóklegt og verklegt og munu þátttakendur geta séð og prófað mismunandi efni og lausnir.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
27.02.2019mið.13:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband