Útþornun steyptra gólfa

Húsasmiðir, múrarar, dúklagningamenn

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Þetta námskeið er fyrir dúklagningamenn, múrara og trésmiði sem leggja efni á gólf. Markmið þess er að þátttakendur viti hvenær óhætt er að leggja á ný gólf. Farið í útþornun steyptra gólfa, bæði milliplatna og botnplatna á fyllingu. Hvaða þættir hafa áhrif á útþornun, bæði hlutefni steypunnar og þau ytri skilyrði sem hafa áhrif á steypuna á útþornunartímanum. Farið verður í uppbyggingu steypu í mjög stuttu máli þar sem lögð er áhersla á þá þætti sem hafa áhrif á rakabúskap steypunnar. Farið er í helstu aðferðir við mælingar á raka í steypu, kosti þeirra og galla.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
31.01.2019fim.13:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband