Fjarnám
Vaktstjórn
Starfsfólk í ferðaþjónustu
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á skipulagðri verkefnastjórnun og fjallað er um mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, leiðsögn og stjórnun með starfsfólki auk umgengni innanhúss. Einnig er lögð áhersla á eftirfylgni með innra eftirliti hússins. Farið er yfir þætti sem varða starfsemi og umgjörð þjónustunnar, viðburði í veitingahúsinu, samskipti og samvinnu við aðra stjórnendur og starfsmenn.