Staðnám

Eigna- og viðhaldsstjórnun

Lýsing

Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands í samstarfi við Iðuna fræðslusetur og Idhammar býður uppá námskeið til vottunar í eigna- og viðhaldsstjórnun. Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands (EVS) Er meðlimur í EFNMS, evrópska eigna- og viðhaldsstjórnunarfélaginu

Modern Principles of Maintenance Management er 6 daga námskeið hannað fyrir einstaklinga sem koma að viðhaldsstjórnun.

Námskeiðið veitir breiðan skilning á nútíma viðhaldsstjórnun þar sem hefðbundnar aðferðir eru samþættar nýjustu tækni og kröfum iðnaðarins.

Námskeiðinu lýkur með prófi og fá þátttakendur svokallað þekkingarvottorð EFNMS, EFNMS Pass.

Kennsla fer fram á ensku

Kennarar koma frá Idhammar

Daginn eftir að námskeiði lýkur þá gefst þátttakendum tækifæri á því að taka próf til vottunar viðhaldsstjóra, EFNMS Certificate. Þetta próf er ekki innifalið í námskeiðsgjaldi og verður auglýst nánar síðar.

Markmið námskeiðsins

Markmið námskeiðsins er að veita þáttakendum yfirgripsmikla þekkingu og hagnýt verkfæri í viðhaldsstjórnun og eignastýringu, gera þátttakendur færa um að stýra, meta og bæta rekstraröryggi og viðhaldsstörf fyrirtækja.

 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar stjórnendum, verkstjórum, verkfræðingum og öðrum sérfræðingum sem bera ábyrgð á viðhaldi og eignastýringu í fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. Einnig er það gagnlegt fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á strategískri eignastýringu og skilvirkum viðhaldsferlum, svo sem:

  • Rekstrarstjóra og deildarstjóra
  • Yfirmenn í framleiðslu, mannvirkja- eða tækniumsjón
  • Verkefnastjóra sem vinna að umbótaverkefnum í rekstri eigna
  • Allt starfsfólk sem vill efla færni í viðhaldsstjórnun og eignastýringu

Skipulag námskeiðsins:

  • Hluti 1 (Vatnagarðar 20, 2.-3. september): Grunnstoðir viðhalds, EN 13306 & EN 17007 staðlar, áreiðanleiki, bilanagreining og eignastýring.
  • Hluti 2 (Fjarnám/Zoom, 16.-17. september): Viðhaldsstefnur, framleiðslu- og viðhaldsstjórnun, TPM, iðnaðar 4.0, viðhaldskostnaður og upplýsingakerfi.
  • Hluti 3 (Vatnagarðar 20, 6.-7. október): Stefnumótun, útvistun, öryggismál, breytingastjórnun og stafrænt viðhald. Námskeiðinu lýkur með EFNMS Pass prófi.


Gjafabréf gildir ekki á þetta námskeið

HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
02.09.2025þri.09:0017:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
03.09.2025mið.09:0017:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
16.09.2025þri.09:0017:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
17.09.2025mið.09:0017:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
06.10.2025mán.09:0017:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
07.10.2025þri.09:0017:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband