Verkefni Íslandsmóts í matvæla- og veitingagreinum 2025
Skráningarfrestur er til og með 17. janúar
Þema keppninnar í ár er „Sjálfbærni“
Verkefni og hráefni í matreiðslu
Keppendur hafa samtals 4 klst.
Keppendur hafa 30 mínútur í Skriflegt próf og „hráefni – þekking“ og svo 2,5 klst. í verklegan undirbúning þar til skila þarf forrétti og síðan aðalrétti 30 mínútum síðar.Að lokum eru 30 mínútur til að ganga frá.
Hver keppandi eldar tvo rétti fyrir 6 manns þar sem þrír diskar fara til dómara, einn diskur í myndatöku og tveir diskar í smakk til gesta.
Forréttur: Skal innihalda rauðsprettu, íslenskar rækjur og grænan aspars.
Aðalréttur: Skal innihalda grísalund og grísasíðu, jarðskokka og dökka soðsósu.
Keppendur fá úthlutað skyldu-hráefni á keppnisstað. Annað hráefni má koma með viktað, grænmeti má vera skolað og skrælt en ekki skorið eða snyrt. Soð má ekki vera soðið niður né bragðbætt.
Verkefni og hráefni í bakstri
Keppendur fá tvo daga eða samtals 10 klst. - 4 klst. fyrri daginn og 6 klst. seinni daginn í eftirfarandi verkefni:
- Brauð (gildir 25%) Matbrauð 4 stk. 600-700 gr. eftir bakstur.
- Rúllað deig (gildir 25%) 3 útfærslur 3 x12 stk.
- Croissant eða vínarbrauð 60-80 gr. eftir bakstur.
- Brioche (gildir 20%) 1 útfærsla ósæt (savory) fylling 12 stk. 80-100 gr eftir bakstur.
- Skrautstykki (gildir 30%) Stærð 50 x 50 cm, 60 – 80 cm. hæð.
Koma má með gerlausu deigin tilbúin en rúlla, baka og setja saman á staðnum. 2 deig annað með geri.
Það má koma með tilbúnar fyllingar, fordeig, fræ í bleyti, súr o.s.frv.
Verkefni og hráefni í kjötiðn.
Keppnin fer þannig fram að hver keppandi fær eftirfarandi hráefni:
1 stk. lambalæri,1 stk. lambahrygg, ½ frampart, 1 stk. grísaframpart, 1 stk. nautamjöðm, 1 stk. nautaframhrygg og 1 stk. Kjúkling sem hann vinnur á sem fjölbreyttastan hátt eftir eigin höfði.
Keppendur hafa samtals 6 klst. til að útbúa:
- 1 rétt fyrir 4 úr hverri kjöttegund fyrir sig og stilla upp á disk/platta.
- 4 rétti fyrir 1 úr hverri kjöttegund fyrir sig og stilla upp á disk/platta.
- Tvær tegundir af kjötpylsum ásamt uppskrift.
Leyfilegt er að hafa með sér eftirfarandi: Grænmeti, ávexti, mjólkurvörur, bökuna vörur, krydd, öll leyfileg aukefni, skinku, beikon, spekk, marineringar salt og hluti eða grænmeti til skreytingar í borð.
- Keppendur eiga sjálfir að koma með fagbúning , svuntu, skurðarbrynju, hnífa, stál, handsög, og allt annað sem þeir óska sér að hafa. Keppendur hafa með sér merkispjöld fyrir vörurnar þeirra, en þessi spjöld má koma með tilbúin.
- Keppendinn þarf að geta gefið upp eldunar tíma og aðrar upplýsingar svo sem óþolsvalda, aukaefni o.fl.
Skurður, flokkun á vöðvum og framsetning í kjötborð verður dæmd eftir eftirfarandi flokkum: Útlit – Fjölbreytni – Nýbreytni – Nýting – Fagmennska - Hreinlæti
Á staðnum verður skurðarborð, hakkavél, pylsusprauta, hrærivél/mixari sem keppendur nota í sameiningu.
Skila öllum vörum tilbúnum í kjötborð með þeim hlutum sem nota á sem skraut.
Verkefni í framreiðslu.
Keppendur hafa samtals 6 klukkustundir.
Keppendur hafa 30 mínútur í Skriflegt próf og hráefni þekking og svo 5 klst. í verklegan hluta, þar sem leysa þarf eftirfarandi verkefni, og að lokum 30 mínútur til að ganga frá.
- Blöndun drykkja: Dregið verður um tvo kokteila af eftirfarandi átta drykkjum: Whiskey sour, Grass Hopper, Manhattan, Rusty nail, Moscow Mule, Rob Roy, Dry martini eða Harvey wallbanger.
- Vínpörun: Keppandi fær uppgefinn fjögurra rétta matseðil sem para á vín við. Keppandi velur vínin eftir eigin þekkingu og útskýrir svo val sitt.
- Kvöldverðar-uppdekkning: Keppandi dekkar upp borð fyrir fjóra rétti. Miða skal við uppgefna matseðilinn og vínpörun, borðið skal vera fyrir fjóra gesti.
- Síðdúka hliðarborð : Keppandi síðdúkar hliðarborð án þess að notast við lím eða önnur hjálpartæki sjá hér.
- Blómaskreyting: Keppandi útbýr blómaskreytingu á keppins borðið út frá þema keppninnar sem er „Árstíðir“ og útskýrir svo hugmyndina af uppdekkningunni og skreytingu borðsins.
- Styrkt / sterkvín & Líkjöra þekking: Keppandi fær 15 min til að greina 8-10 mismunandi glös
- Servíettubrot: Keppandi útbýr Tíu mismunandi servíettubrot. Blandað af brotleysum hádegis/ kvöldverðarbrotum
- Umhelling á víni: Keppandi fær vín sem skal umhella samkvæmt hefðbundinni aðferð og útskýra fyrir þeim hvað verið er að gera og hvers vegna.
- Fyrirskurður: Keppendur fá hráefni uppgefið á keppnisdag sem þeir sýna fram á færni á fyrirskurði og diska upp fyrir framan dómara.
- Ávaxtaskurður: Dreginn verður einn ef eftirfarandi ávöxtum; banani, epli eða ananas sem keppandi þarf að fyrirskera og diska upp.
- Eldsteiking: Keppendur fá hráefni uppgefið á keppnisdag sem þeir eldsteikja fyrir framan dómara.