Verkefni Íslandsmóts í matvæla- og veitingagreinum 2024
Matreiðsla
Keppendur hafa samtals 6 klst. í bóklegt próf og útbúa fjóra rétti fyrir 12 mans þar sem 3 diskar fara til dómara, einn diskur í myndatöku og 8 diskar til gesta.
Hráefni verður gefið út fyrir forrétt og eftirrétt en, milliréttur og aðalréttur verða með leynikörfu fyrikomulagi.
Framreiðsla
Keppendur hafa samtals 6 klst. í bóklegt próf og leysa margskonar fagleg verkefni eins og hráefnisþekking, servettubrot, greining á vínum, umhelling, kokteilagerð, ostaþekking, uppdekning, flambering, ávaxtaskurður.
Kjötiðn
Keppendur fá eftirfarandi hráefni 2 stk. lambalæri, 1 st. lambahrygg, ½ frampart, 1 stk. grísaframpart, 1 stk. nautamjöðm, 1 stk. nautaframhrygg og 1 stk. kjúkling.
Keppendur hafa samtals 6 klst. til að útbúa:
- 1 rétt fyrir 4 úr hveri kjöt tegund fyrir sig og stilla upp á disk/ platta.
- 4 rétti fyrir 1 úr hveri kjöt tegund fyrir sig og stilla upp á disk/ platta.
- Skila öllum vörum tilbúnum í kjötborð með þeim hlutum sem nota á sem skraut.
Bakstur
Keppendur fá tvo daga eða samtals 10 klst. til að útbúa:
- matbrauð, baquette, vínabrauð / croissant, blautteig / brioch og skrautstykki.
Fyrri daginn fá keppendur 4 klst. Í undirbúning.
Á degi 2 fá keppendur 6 klst. til að klára verkefnið og stilla afrakstrinum á sýningarborð.
Konfekt og kökugerð „Konditor“
Keppendur fá samtals 10 klst. til að útbúa:
- Eftirrétt á disk fyrir 6 manns.
- köku.
- 4 tegundir af konfekt kökum ”Petit Four og súkkulaði sýningar stykki.
Fyrri daginn fá keppendur 4 klst. Í undirbúning.
Á degi 2 fá keppendur 6 klst. Til að klára verkefnið og stilla afrakstrinum á sýningarborð.