Skyndihjálp
Iðan Fræðslusetur vinnur í samstarfi við Rauðakrossinn.
Þau fyrirtæki sem tilheyra okkur geta fengið skyndihjálparnámskeið fyrir sitt sína starfsmenn á góðum kjörum. Námskeiðin geta verið inni í fyrirtækjum hvar sem er á landinu. Skyndihjálparnámskeið eru einnig haldin í Vatnagörðum 20.
Lýsing: Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum viðbrögð við slysum. Fjallað er um undirstöðuatriði skyndihjálpar og endurlífgunar og þátttakendur fá þjálfun í að veita aðstoð í bráðatilfellum. Farið er yfir hvernig beita megi á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Að loknu námskeiði fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum.
Lengd námskeiðs: 4 klst
Almennt verð: 12.000.-
Verð fyrir aðila Iðunnar: 3.000.-
Hafið samband við Óskar á oskar(hja)idan.is ef þið viljið Skyndihjálparnámskeið.