Fyrirtækjanámskeið - sérhæfð námskeið
Það ætlar að reynast málm- og véltæknigreinum vel að bjóða fyrirtækjum sértæk námskeið. Þ.e. fyrirtæki sem tilheyra Iðunni geta óskað eftir námskeiðum sem þau annars myndu senda sitt fólk á út í heim. Þannig hefur verið hægt að bjóða fleiri aðilum uppá námskeið, minnka kolefnisspor og lækka kostnað.
Rétt verð á námskeiðum fyrir félagsmenn er 25% af heildarkostnaði námskeiðsins.
Dæmi um fyrirtækjanámskeið:
- AC- kælikerfi fyrir vinnuvélar
- Rafkerfi vinnuvéla
- Túrbínuviðgerðir og viðhald
- Stjórnkerfi verksmiðja
- Vökvatækni I – II – III (aðlagað að búnaði fyrirtækisins)