Gagnlegar upplýsingar
Hér má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um námskeið Iðunnar fræðsluseturs. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú þarft að vita meira.
Iðnmeistarar sem óska eftir að greiða endurmenntunargjald til Iðunnar geta fyllt út fomið hér , sent tölvupóst á sylvia(hjá)idan.is eða hringt í síma 590 6400. Í kjölfarið fá þeir sendan greiðsluseðil. Gjaldið tekur mið af 0.5% af reiknuðu endurgjaldi sem er í flokki D(2) samkvæmt RSK.
Eftirleiðis verður árgjaldið rukkað í janúarmánuði ár hvert.
Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu geta sótt námskeið hjá Iðunni fræðslusetri á félagsverði RAFMENNTAR.
Hafir þú áhuga á því að sækja námskeið, þarft þú að hafa samband við RAFMENNT til að kanna rétt þinn og fá samþykki fyrir því að setja skólann sem greiðanda. Skráðu þig síðan á viðkomandi námskeið og reikningurinn verður sendur á RAFMENNT sem síðan sendir þér reikning fyrir þínum hluta námskeiðsgjaldsins.
Hið sama gildir um félagsmenn Iðunnar sem hafa áhuga á að sækja námskeið hjá RAFMENNT.
Félagsmenn, sem greitt hefur verið af endurmenntunargjöld og komnir eru á eftirlaunaaldur eða eru öryrkjar geta sótt námskeið Iðunnar án þess að greiða námskeiðsgjald. Þeir eru beðnir að taka það sérstaklega fram við skráningu.
Þetta á ekki við um réttindanámskeið eða námskeið sem Iðan kaupir af öðrum.
Þeir sem ekki hafa greitt endurmenntunargjöd til Iðunnar greiða fullt gjald og geta svo sótt styrk í sitt stéttarfélag.
Ferðastyrkur er eingöngu veittur vegna námskeiða hjá Iðunni.
- Greitt verður lægsta flugfargjald vegna ferðalags frá heimabyggð til námskeiðsstaðar.
- Ökutækjastyrkur er 7.000 kr. til þeirra sem búa í 40 km. fjarlægð eða fjær frá námskeiðsstað.
- Ökutækjastyrkur er 11.500 kr. þeim til handa sem búa 120 km eða lengra frá námskeiðsstað.
- Ökutækjastyrkur er 17.000 kr. til þeirra sem búa í 250 km. fjarlægð eða fjær frá námskeiðsstað.
Athugið að þetta á einungis við um þá aðila sem greitt er af endurmenntunargjald.
Smelltu hér til að sækja umsóknareyðublað fyrir ferðastyrk.
Verð á námskeiðum eru tvennskonar:
- Fullt verð greiða þeir sem ekki eru aðilar að Iðunni, þ.e. ekki er greitt af þeim í endurmenntunarsjóði Iðunnar (gjaldið er greitt af vinnuveitanda).
- Lægra verðið er fyrir þá sem greitt er af í endurmenntunarsjóði. Iðan veitir upplýsingar um stöðu hvers og eins ef óskað er.
Náms- og starfsráðgjafar Iðunnar bjóða upp á margvíslega ráðgjöf tengda námi og starfi. Meðal annars er boðið upp á einstaklingsviðtöl, ferilskráargerð, sérúrræði í sveinsprófi og raunfærnimat.
Bókaðu viðtal með tölvupósti á netfangið radgjof(hjá)idan.is eða með því að hringja í 590 6400.
Ef skráður þátttakandi mætir ekki og boðar ekki forföll með sólarhrings fyrirvara, áskilur Iðan sér rétt til að krefja hann um helming af námskeiðsgjaldi.
Ef þátttakandi þarf frá að hverfa vegna ófyrirsjáanlegra orsaka greiðir hann fyrir námskeiðið en getur lokið því næst þegar það er haldið, sé laust sæti.
Hægt er að láta vita um forföll í síma 590 6400 eða á idan(hjá)idan.is utan opnunartíma.