Vefnámskeið í byggingargreinum
Iðan fræðslusetur býður upp á fjölda vefnámskeiða á öllum sviðum.

Heildstæð rör í rör kerfi
Björn hefur séð um námskeiðin Votrými 1 og 2 hjá IÐUNNI sem hafa verið sótt vel í gegn um tíðina. Í þessu vefnámskeiði stikklar hann á stóru og fer vel yfir verklega þátt námskeiðsins.

Virkniskoðun gæðastjórnunarkerfa skref fyrir skref
Á námskeiðinu er rýnt í gátlista sem er settur fyrir þegar virkniskoðun gæðakerfa á sér stað. Útskýrt í einföldu máli hvað er átt við í hverjum lið fyrir sig.

Eigin úttektir í byggingaframkvæmdum
Eftirlitsáætlun og úttektarform Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera eftirlitsáætlun og útbúa úttektarform og sinna eigin úttektum í byggingaframkvæmdum. Farið verður yfir kröfur mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar til fyrirtækja, byggingarstjóra og iðnmeistara um gerð eftirlitsáætlunar og eiginúttektir í byggingarframkvæmdum.