Hvers vegna gæðastjórnunarkerfi - hver er ávinningurinn?
IÐAN fræðslusetur og Mannvirkjaráð Samtaka iðnaðarins boða til fyrsta fundar í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði.
Fundurinn sem ber yfirskriftina “Hvers vegna gæðastjórnunarkerfi – hver er ávinningurinn?” verður haldinn miðvikudaginn 24. október nk. kl. 8.30 – 10.00 í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20 í Reykjavík.Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 8.15.
Eftirfarandi flytja erindi á fundinum:
- Jón Guðmundsson, fagstjóri bygginga hjá Mannvirkjastofnun
- Guðrún Ólafsdóttir, gæðastjóri VHE
- Eyjólfur Bjarnason, gæðastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols
Í lokin gefst tími fyrir fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri er Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðslueturs.
Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig með því að smella á skráningarhnappinn hér fyrir neðan.