Styrkir til vinnustaðanáms í Evrópu
Iðnnemar, nýsveinar, leiðbenendur og nefndarfólk hjá Iðunni eiga þess kost að sækja um Erasmus+ styrk til námsdvalar í öðru Evrópulandi. Iðan tekur þátt í fjölmörgun alþjóðlegum verkefnum og er Erasmus+ eitt af þeim. Markmiðið með námsdvöl í öðru landi er að kynnast betur sínu fagi í alþjóðlegu samhengi og veita innsýn í líf og störf fólks í útlöndum. Reynslan af slíkri námsdvöl er dýrmæt og getur aukið starfsmöguleika bæði heima og erlendis. Styrkupphæðir taka mið af lengd dvarar og eru mismunandi milli landa.
- Bíliðngreinar
- Bygginga- og mannvirkjagreinar
- Matvæla- og veitingagreinar
- Málm- og véltæknigreinar
- Prent- og miðlunargreinar
- Snyrtigreinar
Iðan fræðslusetur leggur áherslu á gæði námsmannaskipta í Evrópu. Unnið er eftir ákveðnum verklagsreglum sem eru settar af Erasmus+ og EQAMOB gæðaviðmiða.
Hafðu samband við okkur í síma 590 6400 eða með tölvupósti á netfangið idan(hjá)idan.is og við aðstoðum þig við að efla þína færni!


