Fundað um rafræna og samræmda stjórnsýslu í mannvirkjagerð
Iðan fræðslusetur og SI efna til fundaraðar um gæðastjórnun í byggingariðnaði þar sem tekið verður á þeim málum sem eru efst á baugi. Fundarefni annars fundar er rafræn og samræmd stjórnsýsla í mannvirkjagerð.
Fundurinn fer fram 19. janúar kl. 8.30-9.45 í Iðunni fræðslusetur í Vatnagörðum 20.
Dagskrá
- Starfsumhverfi í mannvirkjagerð - Björg Ásta Þórðardóttir sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.
- Upplýsingatækni í mannvirkjagerð - Kolbrún Rakel Helgadóttir framkvæmdastjóri Ölfusborgar ehf.
- Rafrænir ferlar og samræmt eftirlit - Davíð Sigurðsson byggingafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. - Búi Bjartmar Aðalsteinsson þjónustuhönnuður hjá Reykjavíkurborg.
- Mannvirkjaskrá HMS - Elmar Erlendsson Teymisstjóri húsnæðisáætlana hjá HMS.
- Fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri: Eyjólfur Bjarnason, gæða- og öryggisstjóri hjá Arnarhvoli
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar og skráning hér og í síma 5906400. Fundinum verður streymt á Teams og geta þeir sem þess óska skráð sig í „Fjarnám“.