Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Merking vinnusvæða

Þetta námskeið er ætlað verktökum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja. Markmið þess er að kenna nemendum hönnun og útfærslu á merkingu fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda, þannig að merkingar þessar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum á vinnustað og vegfarendum. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir lög og reglugerðir, flokkun vega og gatna, umferðarmerki, flokkun tegundir og umferðarstjórn. Einnig umgengnisreglur, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit og rammareglur um merkingar vinnusvæðis/framkvæmdasvæðis. Ennfremur um varnar- og merkingarbúnað, ljósabúnað, merkjavagna, vinnutæki og öryggisbúnað. Í lok námskeiðs þreyta þátttakendur próf til réttinda.

Endurnotkun byggingarefna

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði Fræðslufundur fyrir iðnaðarmenn, verktaka, hönnuði og aðra sem starfa í bygginariðnaði. Hefur þú velt fyrir þér hvernig þú getur endurnotað meira af efni eða vörum í starfi? Við getum hjálpað þér að finna svörin við því á þessum stutta fundi. Dr. Katarzyna Jagodzińska, sérfræðingur í efnis- og orkunýtingu frá Grænni Byggð flytur fyrirlestur um reynslu og hagnýtar leiðbeiningar um meðhöndlun ýmissa byggingarefna og hluta (t.d. glugga, hurðir, hreinlætistæki (baðherbergi), ljós og eldhúsinnréttingar) til endurnotkunar. Hugi Hreiðarsson annar eigenda og stofnandi Efnisveitunnar ræðir um helstu áskoranir þeirra við endurnýtingu. Hann mun einnig segja frá tveimur nýjum verkefnum sem nú eru í gangi við niðurtöku á byggingarefni. Fundurinn fer að hluta fram á ensku en íslenskur þýðandi verður til staðar í fyrirspurnatíma. Fundurinn fer fram í húsnæði Iðunnar í Vatnagörðum 20 en verður einnig í streymi á Teams.

Málningaruppleysir

Þetta námskeið er fyrir þá sem þurfa að meðhöndla málningaruppleysi sem inniheldur díklórmetan. Markmið þess er að kenna þátttakendum meðferð hans og merkingu á efnum. Farið er almennt yfir hættur sem stafa af eiturefnum, hvernig geymsla á slíkum efnum þarf að vera o.fl. Persónuhlífar svo sem öndunargrímur og fleira sem þarf að hafa í huga við notkun málningaruppleysi. Námskeiðið veitir réttindi til þess að meðhöndla málningaruppleysi að uppfylltum öðrum skilyrðum.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

Excel í Iðnaði: Formúlur

Á þessu námskeiði er markmiðið að þátttakendur nái betri tökum á Excel töflureikninum, útreikningum og helstu formúlum sem er algengt að styðjast við í iðnaði.

+ Fleiri námskeið

Bransadagar

Bransadagar Iðunnar verða haldnir 15. og 16.maí og eru helgaðir nýsköpun í iðnaði. Á bransadögum kynnumst við nýjustu tækni og tólum og boðið verður upp á fjölda fyrirlestra og vinnusmiðja sem styðja við nýsköpun í iðnaði.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband