Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Nýtt

Ál í yfirbyggingum ökutækja

Farið yfir aðferðir við réttingu og viðgerðir álhluta í yfirbyggingum ökutækja. Verklegar æfingar. Námskeiðið er á ensku

IMI Rafbílanámskeið þrep 3 - Vinna og viðgerðir á háspennukerfi raf og tvinn bíla

Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt þegar kemur að viðgerðum í tengslum við háspennubúnað raf/tvinn bíla. Námskeiðið er þessvegna hannað fyrir þá sem vinna við viðgerðir og bilanagreiningar raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja afla sér aukinnar þekkingar á virkni háspennukerfisins í tengslum við viðgerðir og bilanagreiningar raf/tvinn bíla.(ekki í lifandi spennu) Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með verklegu prófi.

Nýtt

Eflum leiðtogahæfni og jákvæðni - njótum meiri árangurs

Markmiðið námskeiðs er að auka skilning og hæfni stjórnenda og starfsmenn til að skapa og innleiða leiðtogamenningu. Það ríki traust, jákvætt hugarfar, vellíðan og allir hafi tækifæri til að njóta sín.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Excel í iðnaði fyrir algjöra byrjendur

Á þessu Excel grunnnámskeiði ætlum við að fara yfir það helsta, kynnast forritinu, tala um borða, dálka, raðir og margt fleira.

Einfaldlega InDesign

Hér kennir Sigurður Ármansson hönnuður leikum jafnt sem lærðum á InDesign umbrotsforritið frá Adobe.

Umbúðir grunnur

Eru umbúðir hluti af þínu starfi? Viltu dýpka þekkingu þína á hönnunar- og framleiðsluferlinu? Ertu hönnuður, sölumaður eða starfsmaður í greininni og langar að bæta við þig þekkingu. Þá er þetta námskeið fyrir þig.

+ Fleiri námskeið

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband