Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Nýtt

Bilanagreining raf- og tvinnbíla

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu vandamál og bilanir sem tengjast háspennubúnaði raf og tvinnbíla. Hvernig á að bilanagreina og finna bestu lausnina við viðgerð. Notast hefur verið við feedback frá atvinnulífinu við gerð námskeiðsins og einblynt á algengar bilanir í tengslum við Raf og tvinn bíla.

Nýtt

Viðhald og umhirða olíu - CJC

Sérfræðingar á vegum C.C.Jensen kenna um mikilvægi olíuviðhalds. Námskeiðið á sérstaklega vel við alla sem vinna með olíur bæði til sjós og landsjal. Fjallað er um grundvallaratriðin í sambandi við olíur, eins og uppruna þeirra, áræðanleika og smurhæfni. Þá verða helstu olíutegundir skoðaðar og mismunandi aukaefni sem í þeim eru. Námskeiðið er sett upp til að veita þátttakendum þekkingu og færni til að viðhalda olíu sem verið er að nota við mismunandi aðstæður í ólíkum iðnaði. Kennsla fer að mestu fram á Ensku, Kennarar: Steffen Dalsgaard Nyman & Gustav Hans Frederiksen

PAGO byggingarkubbar

Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Mannvirki í görðum

Þetta námskeið er ætlað þeim sem sem eru að útbúa nýjan garð eða gera breytingar á eldri garði. Einnig þeim sem koma að hönnun og framkvæmdum í görðum. Farið er yfir helstu mannvirki i görðum svo sem sólpalla, skjólgirðingar, hellulagnir, hleðslur, smáhýsi, heita potta o. fl. Farið er í gegnum hvaða forsendur liggja að baki hverri framkvæmd eins og staðsetning, undirlag, efni og annað og hvað þarf að hafa í huga í ferlinu. Einnig eru kynntar reglur sem gilda um hvers konar mannvirki í görðum.

OneDrive fyrir algjöra byrjendur

Á þessu námskeiði er farið yfir OneDrive og helstu aðgerðir en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

Excel í Iðnaði: Formúlur

Á þessu námskeiði er markmiðið að þátttakendur nái betri tökum á Excel töflureikninum, útreikningum og helstu formúlum sem er algengt að styðjast við í iðnaði.

+ Fleiri námskeið

Bransadagar

Bransadagar Iðunnar verða haldnir 15. og 16.maí og eru helgaðir nýsköpun í iðnaði. Á bransadögum kynnumst við nýjustu tækni og tólum og boðið verður upp á fjölda fyrirlestra og vinnusmiðja sem styðja við nýsköpun í iðnaði.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband