Fræðslustjóri að láni
Settu fræðslumálin í markvissan farveg með þínu starfsfólki. Verkefnið byggist á að lána út fyrirtækjum ráðgjafa sem er sérhæfður í fræðslu á vinnustað. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál og gerir greiningu á þörfum þeirra í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá greiningunni er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun sem leggur grunn að markvissri símenntun starfsmanna.
Óski fyrirtæki eftir að fá fræðslustjóra að láni skerðir greiðsluþátttaka í því rétt fyrirtækja til fræðslustyrkja til samræmis við þá hámarksupphæð sem fyrirtækið getur sótt um. Þau fyrirtæki sem greiða starfsmenntaiðgjöld í IÐUNA fræðslusetur, Landsmennt, Starfsafl, Rafiðnaðarskólann, Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóð verslunar eða Verkstjórasamband Íslands geta fengið styrk fyrir fræðslustjóra að láni.
Umsókn
Fyrirtæki geta sótt um styrk til Iðunnar ein og sér eða í samvinnu við önnur fyrirtæki, fræðsluaðila og/eða stéttarfélög sem aðild eiga að Iðunni, í gegnum vefinn attin.is.