image description

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi. 

Ósk um ráðgjöf í raunfærnimati

Iðan fræðslusetur annast raunfærnimat í flestum iðngreinum fyrir utan rafiðngreinar.
Þær greinar sem boðið er upp á raunfærnimat á næstunni eru:

Bílgreinar: Bifvélavirkjun, bílamálun, bifreiðasmíði.
Bygginga- og mannvirkjagreinar: Húsasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulagnir, skrúðgarðyrkja og veggfóðrun- og dúkalögn.
Matvæla- og veitingagreinar: Bakaraiðn, framreiðsla, kjötiðn, matreiðsla, matsveinn og matartækni.
Málm- og véltæknigreinar: Blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun.
Prent- og miðlunargreinar: Grafísk miðlun, prentiðn, ljósmyndun.
Hársnyrtiiðn.

Sækja um raunfærnimat

Raunfærnimat er þeim sem hafa ekki lokið námi úr framhaldsskóla að kostnaðarlausu en aðrir greiða fyrir það.
Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um kostnað í raunfærnimati

Allar nánari upplýsingar um raunfærnimat veita náms- og starfsráðgjafar Iðunnar 
í síma 590 6400 eða radgjof(hjá)idan.is.

Raunfærnimatsferlið:

  • Umsókn og gögnum skilað
  • Náms- og starfsráðgjafi hefur samband við umsækjanda
  • Umsækjandi metur þekkingu sína með því að svara sjálfsmatslistum
  • Matssamtal hjá fagaðila og niðurstöður skráðar
  • Náms- og starfsráðgjöf varðandi næstu skref

 

Raunfærnimat er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er gengið út frá að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám sé verðmætt og að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað.

 


“Það skiptir máli persónulega fyrir mitt starfsfólk að vera með réttindi.”Sigurður Leifsson, atvinnurekandi
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband