Bygginga- og mannvirkjagreinar
Markmið Iðunnar fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í bygginga- og mannvirkjagerð og þar með bættum lífskjörum. Jafnframt að auka gæði og framleiðni fyrirtækja sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra.
Þetta próf er haldið í kjölfarið á námskeiðinu "Flokkun á timbri - útlitsflokkun og styrkflokkun - netnámskeið". Þáttakendum gefst kostur á að þreyta próf þar se farið í gegnum búnt af óflokkuðu timbri og það styrkflokkað. Fyrir prófið verður byrjað á því að fara yfir staðalinn og kenna aðferðina hvernig við flokkum timbur. Á staðnum verður útprentað eintak af þeim gögnum sem þarf til prófsins.
Lengd
...Kennari
Ekki skráðurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar í bygginga- og mannvirkjagerð og við aðrar aðstæður þar sem unnið er í hæð. Markmið þess er að auka þekkingu þátttakenda á hættum við vinnu í hæð og kenna þeim að nota réttan fallvarnarbúnað. Þannig verði stuðlað að fækkun óhappa og vinnuslysa. Fjallað er um vinnu í hæð og tekin dæmi um hættulegar aðstæður. Farið er yfir notkun á viðeigandi fallvarnarbúnaði og aðrar forvarnir til að verjast fallslysum. Einnig verður fjallað um viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi starfsmanna.
Lengd
...Kennari
Gísli Bergmann, fallvarnasérfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er ætlað verktökum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja. Markmið þess er að kenna nemendum hönnun og útfærslu á merkingu fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda, þannig að merkingar þessar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum á vinnustað og vegfarendum. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir lög og reglugerðir, flokkun vega og gatna, umferðarmerki, flokkun tegundir og umferðarstjórn. Einnig umgengnisreglur, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit og rammareglur um merkingar vinnusvæðis/framkvæmdasvæðis. Ennfremur um varnar- og merkingarbúnað, ljósabúnað, merkjavagna, vinnutæki og öryggisbúnað. Í lok námskeiðs þreyta þátttakendur próf til réttinda.
Lengd
...Kennari
Kennarar háskólansStaðsetning
Háskólinn í ReykjavíkFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeiðið er fyrir alla sem starfa í byggingariðnaði og hafa áhuga á þéttingu á milli glugga og veggja. Tilgangur námskeiðsins er að fara yfir þéttingaraðferðir á gluggum. Á námskeiðinu er farið yfir tveggja þrepa þéttingar að utan með borðum og kítti. Hluti námskeiðsins er verklegur þar semunnið verður með efni frá SIGA Fjallað verður um kosti og galla ýmissa þéttingar aðferða.“
Lengd
...Kennari
Agnar Snædahl Gylfason, byggingaverkfræðingur og húsasmíðameistariStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Vatnsvarnarkerfi Preprufe Þetta námskeið er fyrir alla þá sem koma að hönnun og framkvæmdum við byggingu steyptra mannvirkja sem eru neðan jarðvegs og þarf að verja fyrir grunnvatni og sjó. Umfjöllunarefni er Preprufe Plus, vatnsvörn fyrir steinsteypt mannvirki neðanjarðar. Fjallað verður um aðferðafræðina, tæknina og helstu þéttidúkana / efnin sem eru notuð til að tryggja varanlega vörn gegn lekum. Preprufe Plus lausnin hefur verið notuð í meira en 25 ár og hentar sem vörn fyrir fjölbreytta byggingarhluta eins og t.d. botnplötur, sökkla, kjallara, bílakjallara og önnur steypt mannvirki sem ná niður fyrir grunnvatns og sjávarstöðu. Einnig verða kynntir helstu dúkarnir/efnin ásamt sýningu á hvernig dúkurinn er lagður og tryggður i t.d. hornum og kverkum. Fyrirlesari er Anders Mattsson, sölustjóri hjá GCP Sweden AB sem er hluti af Saint-Gobain construction Chemicals.
Lengd
...Kennari
Erlendir sérfræðingarStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir byggingarstjóra. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um Mannvirkjaskrá til að auðvelda þeim notkun á henni. Farið verður yfir uppbyggingu, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir. Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána og eru beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og eru leiðbeinendur sérfræðingar HMS.
Lengd
...Kennari
Jónas Þórðarson, sérfræðingur HMSStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Með hlýnandi veðri og hækkandi trjágróðri í þéttbýli er orðið mikilvægt að geta lagt mat á ástand trjáa og möguleg hættumerki. Námskeiðið hefst á bóklegri yfirferð þar sem farið verður ítarlega yfir helstu kvilla í trjám, varnarviðbrögð þeirra og heilbrigði. Einnig verður fjallað um hvernig meta má möglega hættu sem stafar af trjám með það fyrir augum að koma í veg fyrir skaða á fólki og/eða eignum. Varnarviðbrögð trjáa verða skoðuð og hvernig þau bregðast við áreiti, skaða og klippingum. Seinni hluti námskeiðsins er verklegur þar sem tré verða skoðuð með tilliti til áhættumats. Nemendur læra að nota mismunandi matsaðferðir, muninn á ítarlegu áhættumati og sjónrænu mati á ástandi trjáa auk þess að skipuleggja inngrip í takt við niðurstöður matsins. Þetta dagsnámskeið hentar öllum þeim sem vinna við trjáklippingar, ráðgjöf, framkvæmdir í og við græn svæði og önnur störf tengd umhirðu trjágróðurs. Námskeiðið fer fram á ensku, túlkað eftir þörfum. Kennari: Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Landi og skógi (MArborA PGDip)
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að byggja hús ur Durisol kubbum. Tilgangur þess er að kynna þessa nýjung á Íslandi sem á að baki 80 ára reynslu víða um heim. Fjallað verður um gerð og framleiðslu kubbanna sem eru vistvænir og eru framleiddir að mestu úr endurunnu efni. Farið verður í ýmsa eiginleika eins og brunaþol, þol gagnvart raka og myglu, hljóðvist og einangrunargildi. Fjallað verður um aðferðir við byggingu húsa úr kubbunum og kynntur kostnaður. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendum gefst færi á að meðhöndla kubbana og byggja úr þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við PAGO HÚS ehf.
Lengd
...Kennari
Ólöf Salmon GuðmundsdóttirStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir fólk í bygginga- og mannvirkjageiranum sem kemur að efnisvali og framkvæmdum bygginga og mannvirkja, lífsferilgreining á byggingu kemur að öllu efnismagni byggingarinnar og tengist því þverfaglega inn á mismunandi hönnunarsvið. Markmið þess er að kynna þátttakendur fyrir lífsferilsgreiningum bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda.
Lengd
...Kennari
Helga María Adolfsdóttir, ByggingafræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að smíða hnífa og önnur áhöld. Markmið þess er að kenna þátttakendum smíði úr stáli og efnum í skefti og slíður. Þátttakendur fá hnífsblað (geta valið úr nokkrum gerðum), efni í skaft (einnig hægt að velja úr nokkrum viðartegundum) og leður í slíður. Blaðið er skeft og síðan er hnífurinn slíðraður þannig að menn fullklára hníf og slíðra á námskeiðinu.
Lengd
...Kennari
Páll Kristjánsson, hnífasmiðurStaðsetning
Álafosskvos, MosfellsbæFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum notkun þeirra. Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann. Þetta námskeið er fyrir þá sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Nemendur kynnast helstu vélum og verkfærum sem notuð eru til trjá- og runnaklippinga. Fjallað verður um trjáklippingar og hvernig meta skal ástand trjágróðurs. Einnig er fjallað um almennar runnaklippingar og limgerðisklippingar. Verklegar æfingar í trjáklippingum. Nemendur taki með sér þau verkfæri sem þeir eiga og vinnufatnað í samræmi við veður í verklega tíma. Kennari er Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari, brautarstjóri Skrúðgarðyrkjubrautar hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann. Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína á pottaplöntum. Fjallað verður um algengar tegundir pottaplantna, fjölgun þeirra og umhirðu (vökvun, áburðargjöf, jarðveg), staðsetningu þeirra innanhúss og hvaða áhrif þær hafa á umhverfi okkar. Hluti af námskeiðinu er verklegur en þátttakendur læra að taka afleggjara af plöntum, skipta pottaplöntum og umpottun. Þátttakendur munu fara með hluta af plöntunum heim eftir námskeiðið.
Lengd
...Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansStaðsetning
Garðyrkjuskólinn, Reykjum ÖlfusiFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir starfsfólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem hefur áhuga á að kynna sér hvernig gervigreind er notuð og hvernig má nýta hana við störf í byggingariðnaði. Gervigreind hefur áhrif á dagleg störf allra í byggingariðnaði. Fjallað verður um notkun gervigreindar við framkvæmdir, vinnu iðnaðarmanna og þeirra sem stjórna byggingaverkefnum. Einnig samskipti milli aðila og rýni hönnunargagna ásamt áætlanagerð. Námskeiðið er að hluta verklegt þar sem þátttakendur læra að nota ChatGPT og önnur gervigreindarverkfæri til að leysa raunveruleg verkefni úr byggingariðnaðinum. Sérstök áhersla er lögð á að skilja bæði styrkleika og takmarkanir ChatGPT svo hægt sé að nýta tæknina á ábyrgan og skilvirkan hátt. Leiðbeinandi er Hjörtur Sigurðsson verkfræðingur hjá Mynstra. Hann hefur um árabil unnið að því að innleiða stafræna tækni í byggingariðnaðinn, með sérstakri áherslu á BIM, gervigreind og stafræn vinnubrögð.
Lengd
...Kennari
Hjörtur Sigurðsson, byggingaverkfræðingurStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir málara sem þurfa að meðhöndla málningaruppleysi í vinnu sinni. Markmið þess er að kenna þátttakendum meðferð hans og merkingu á efnum. Farið er almennt yfir hættur sem stafa af eiturefnum, hvernig geymsla á slíkum efnum þarf að vera o.fl. Persónuhlífar svo sem öndunargrímur og fleira sem þarf að hafa í huga við notkun málningaruppleysi. Námskeiðið veitir réttindi til þess að meðhöndla málningaruppleysi.
Lengd
...Kennari
Leiðbeinendur VinnueftirlitsinsStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Lengd
...Kennari
Gudmundur Gunnarsson, byggingaverkfræðingurStaðsetning
Akureyri, Símey Þórsstíg 4Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að smíða sólpalla og skjólgirðingar. Skoðaðar eru ýmsar útfærslur og hvernig hægt er að mynda gott samræmi milli húss, palls og skjólgirðinga. Sérstaklega er fjallað um skjól sem er forsenda þess að góðir útivistardagar á pallinum verði sem flestir. Farið er yfir gerð grindarteikninga, útfærslu og smíði. Einnig er farið yfir helstu timburtegundir, festingar, undirstöður og frágang.
Lengd
...Kennari
Björn Jóhannsson, landslagsarkitektStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er ætlað fag- og áhugafólki um viðgerðir og viðhald eldri húsa. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum innsýn í helstu þætti er varða endurbætur og varðveislu eldri húsa. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um lög og reglugerðir er varða viðgerðir og viðhald á vernduðum húsum. Farið verður yfir helstu tímabil og einkenni íslenskrar byggingarsögu ásamt byggingartæknilegum áskorunum. Helstu áskoranir varðandi viðgerðir og framkvæmd þeirra verða einnig til umfjölunar. Námskeiðið verður haldið á Árbæjarsafni og verða safnhúsin þar skoðuð út frá byggingartækni og efnisnotkun.
Lengd
...Kennari
Alma Sigurðardóttir, sérfræðingur í varðveislu byggingaStaðsetning
Borgarsögusafn - ÁrbæjarsafniFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði Þetta námskeið er fyrir iðnaðarmenn, verktaka, hönnuði og aðra sem starfa í bygginariðnaði. Markmið þess er að kynna þátttakendum hvernig nýta megi byggingarefni sem falla til við breytingar á húsnæði og niðurrif eldri bygginga. Farið verður í gegnum aðferðir við að fjarlægja byggingarefni og valda með því sem minnstum skemmdum. Fjallað verður um meðhöndlun, geymslu og flutninga á byggingarefni sem til stendur að endurnýta. Kynntar verða hagnýtar leiðbeiningar um meðhöndlun ýmissa byggingarefna og hluta (t.d. glugga, hurðir, hreinlætistæki (baðherbergi), ljós og eldhúsinnréttingar) til endurnotkunar og rætt um helstu áskoranir varðandi endurnýtingu. Sýnd verða dæmi af nýlegum verkefnum við niðurtöku á byggingarefni. Leiðbeinendur eru Katarzyna Jagodzińska, sérfræðingur í efnis- og orkunýtingu frá Grænni Byggð og Hugi Hreiðarsson annar eigenda og stofnandi Efnisveitunnar.
Lengd
...Kennari
Sérfræðingar um málefniðStaðsetning
IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Fullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.