Hringborðsumræður með sérfræðingum í hótel-, veitinga og ferðaþjónustugreinum.
Iðan fræðslusetur og SAF bjóða öllum sem áhuga hafa að taka þátt í 90 mínútna vef-hringborðsumræðum þann 29. apríl nk. kl. 8.00 (á Zoom) með sérfræðingum í hótel-, veitinga og ferðaþjónustugreinum. Viðburðurinn er á vegum MCEU verkefnisins og Hosco ráðningarþjónustunnar. Á fundinum verður fjallað um færniþarfir og fræðsluleiðir fyrir fagfólk í greinunum. Umræðurnar byggja á niðurstöðum nýlegrar könnunar sem náði til 3.800 starfsmanna í hótel- og veitingagreinum í Evrópu.
Farið verður um víðan völl á hringborðinu og rætt um hluti eins og sjálfbærni, stafræna hæfni, stjórnun og faglega hæfni starfsfólk. Sérstök áhersla verður lögð á þær breytingar sem eru að eiga sér stað á þessum sviðum. Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að bregðast við þessum breytingum s.s. með markvissri þjálfun starfsfólks, nýráðningum og faglegri þróunarvinnu.
Umræðuna leiða sérfræðingar á sviði hótel, veitinga og ferðaþjónustugreina:
Hringboðið er tilvalinn vettvangur fyrir fagfólk, leiðtoga, kennara, stjórnendur og stefnumótandi aðila sem hafa áhuga á því að byggja upp fagfólk framtíðarinnar.
Skráðu þig hér til að taka þátt í þessu mikilvæga samtali.