Má bjóða þér á stefnumót við norræna fræðsluaðila?
Iðan fræðslusetur býður fagfólki í símenntun á áhugavert stefnumót við norræna fræðsluaðila
miðvikudaginn 26. mars nk.
%20(2).png?proc=newsbig2)
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Iðunnar að Vatnagörðum 20 og verða m.a. gestir frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi sem deila með okkur fyrirkomulagi símenntunar fyrir fagfólk.
Á fundinum verður fjallað um hönnun námskeiða, gæðaviðmið, einingakerfi, matsaðferðir, fyrirkomulag kennslu, viðurkenningar og margt fleira. Við fáum að heyra reynslusögur sem vekja innblástur og ræðum framtíð símenntunar og samvinnu. Dagskráin verður á ensku.
Taktu daginn frá
- Dagsetning: 26. mars
- Tími: 13.00 - 16.00
- Staðsetning: Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, Reykjavík