Eru grafískir skandalar í jólabókaflóðinu?
Ólafur Stolzenwald sölu- og markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litróf og Eyjólfur Jónsson umbrotsmaður skoða bækur jólabókaflóðsins með Kristjönu Guðbrandsdóttur með augum fagmanna í nýjasta þætti hlaðvarps Iðunnar- Bókaást.
Hvaða bókakápur skara fram úr og af hverju? Hvaða tískustrauma er hægt að greina og hvaða reglur eru hönnuðir að leika sér að því að brjóta? Kiljur, saurblöð, vandað umbrot og stafræn prentun jólabóka koma til tals.
Og síðast en ekki síst þarf að útkljá um það hvort einhverjir grafískir skandalar séu í jólabókaflóðinu í ár.