Ómótstæðilegir eftirréttir með Ólöfu Ólafsdóttur

Við erum spennt að kynna til sögunnar nýtt hlaðvarp Iðunnar fræðsluseturs, nú í mynd!

    Í fyrsta þættinum fáum við til okkar Ólöfu Ólafsdóttur, einn fremsta eftirréttakokk landsins. Ólöf, sem útskrifaðist sem konditor frá ZBC Ringsted í Danmörku árið 2021, hefur unnið til margra verðlauna. Hún sigraði m.a. í keppni um eftirrétt ársins sama ár og hún útskrifaðist. Ólöf fór með íslenska kokkalandsliðinu á Ólympíuleikana í Stuttgart í febrúar síðastliðnum þar sem liðið hlaut tvenn gullverðlaun og hafnaði í þriðja sæti samanlagt. Hún gaf út bókina „Ómótstæðilegir eftirréttir“ árið 2023 en í dag starfar Ólöf sem eftirréttakokkur á veitingastaðnum Monkeys.

    Í þættinum deilir Ólöf reynslu sinni og veiti okkur innsýn í heim eftirrétta, ásamt því að ræða um feril sinn og framtíðaráform. Þetta er einstakt tækifæri til að læra af einum besta konditor landsins og fá innblástur fyrir eigin matargerð.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband