Leiðtogi nýja Öryggisskóla iðnaðarins

Við leitum hér að leiðtoga til að vinna að stofnun Öryggisskólans og til að reka skólann eftir stofnun hans.

    Iðan fræðslusetur og Rafmennt eru að undirbúa stofnun Öryggisskóla iðnaðarins. Meginmarkmið skólans er að draga úr slysum í iðnaði með því að fræða og upplýsa eigendur og starfsfólk fyrirtækja í iðnaði um mikilvægi öryggisþátta, veita þjálfun og stuðla að aukinni öryggismenningu.

    Hlutverk leiðtogans felur í sér gott samstarf og samvinnu við hagaðila, að greina þarfir fyrirtækja og stofnana og þróa fræðslu sem stuðlar að bættu öryggi og öryggismenningu á vinnustöðum. Leiðtoginn hefur forystu um að bjóða vönduð námskeið og fræðsluefni, kynna Öryggisskólann og halda utanum tæknimál og miðla á vegum skólans.

    Allar frekari upplýsingar hér á Alfreð.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband