Afhending sveinsbréfa á Akureyri
Um 100 manns mættu á afhendingu sveinsbréfa í Nausti, Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær 23. október þegar 37 nýsveinar tóku á móti sveinsbréfunum sínum.
Sveinsbréf voru afhent í eftirfarandi greinum: hársnyrtiiðn, húsasmíði, bifvélavirkjun, blikksmíði, stálsmíði og rennismíði. Fjölmennastur var hópur húsasmiða eða 23 talsins.
Ásamt því að fá sveinsbréfin sín afhent þá fengu allir nýsveinar gjafabréf á námskeið frá Iðunni fræðslusetri.
Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri, Félag iðn- og tæknigreina og Byggiðn gáfu nýsveinum útskriftarplatta.