Myndbönd eru beittasta vopnið í markaðsefni fyrirtækja

Steinar Júlíusson hönnuður kennir vinnslu og klippingu myndskeiða í Adobe Premier í september.

    „Í dag gegna myndbönd lykilhlutverki í markaðsefni fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Ef þú vilt koma skilaboðum til sem flestra á sem áhrifaríkastan hátt eru myndbönd beittasta vopnið í þeirri baráttu,“ segir Steinar Júlíusson hönnuður sem kennir á forritið Adobe Premier í september.

    „Við förum í grunnatriði Adobe Premiere, hver eru helstu tólin í forritinu og hvernig viðmótið blasir við okkur. Kannað verður hvernig best er að skipuleggja vinnuskjölin til að allt vinnuflæðið verði sem best er á kosið. Að lokum kenni ég nemendum að ganga frá myndbandinu þannig að hægt sé að birta það á helstu miðlum í bestu mögulegum gæðum,“ segir Steinar og tekur fram að Adobe Premiere sé leiðandi forrit í bransanum.

    Öflugt fyrir fagfólk og byrjendur

    „Það er einstaklega öflugt og hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í vinnslu myndbanda sem og fagfólki. Forritið er upphafs- og endastöð þegar kemur að hnýta saman filmað efni, tónlist og grafík og koma því út á samfélagsmiðla, sjónvarp og sem annars konar kynningar,“ segir Steinar og segir kostina einnig felast í því að það vinni vel með öðrum forritum úr Adobe fjölskyldunni. Klippiforritið Adobe Premiere vinnur vel með öðrum forritum úr Adobe fjölskyldunni og er hluti af heildarpakkanum Adobe Creative Suite sem margir hafa aðgang að. Adobe fyritækið gætir þess að vera í sífelldri þróun þannig forritið sé ávallt fremst í flokki klippiforrita.“

    Notar forritið nánast daglega

    Þekking á Premier er að verða að grunnþekkingu í grafískri miðlun og hönnun fyrir vef. Sjálfur notar Steinar forritið nánast daglega og gefur dæmi um verkefni sem hann vann í samvinnu við hönnunarstofuna Kolofon.

    Hér er myndband sem ég vann í samvinnu við hönnunarstofuna Kolofon þegar farið var að færa ásýnd Landsvirkjunar í nýjan búning.“

    Skráning á námskeið hér.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband