Maí er mánuður nýsköpunar á Íslandi
Edda Konráðsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda Iceland Innovation Week er viðmælandi okkar í Augnablik í iðnaði.
Edda segir frá dagskránni í ár sem er mjög viðamikil. Von er á metfjölda fjárfesta á viðburðinn í ár sem fer fram 14.-16.maí í Kolaportinu og er haldin í fimmta sinn. Hvert ár hafa Edda og hennar teymi aðlagað sig að aðstæðum í samfélaginu hverju sinni. Edda segir frá reynslu sinni og mikilvægi nýsköpunar.
Mikill fjöldi fyrirtækja og stofnana tekur beinan þátt í Innovation Week og má segja að maímánuður sé orðinn mánuður nýsköpunar á Íslandi. Iðan fræðslusetur lætur ekki sitt eftir liggja og stendur fyrir sínum stærsta fræðsluviðburði frá upphafi, Bransadögum, sem eru helgaðir nýsköpun í ár.
Meðfram rekstri á þessari risastóru hátíð rekur Edda ráðgjafafyrirtæki með áherslu á viðskiptaþróun fyrir frumkvöðla og leggur áherslu á góðan og jákvæðan anda í öllu starfi þess.
Þú getur hlustað á hlaðvarpsþáttinn hér eða hér á Spotify.