Sveinsbréf afhent á Akureyri

Glæsilegur hópur nýsveina fékk sveinsbréfin sín afhent í Hofi 11. apríl sl.

Nýsveinar í hársnyrtiiðn
Nýsveinar í hársnyrtiiðn

  Hópur nýsveina tók á móti sveinsbréfum sínum við hátíðlega athöfn í Hofi í gær. Alls útskrifuðust nýsveinar úr sjö greinum, en þær eru:

  • Framreiðsla
  • Matreiðsla
  • Málaraiðn
  • Húsasmíði
  • Bifvélavirkjun
  • Vélvirkjun
  • Hársnyrtiiðn

  Yfir 40 nýsveinar fengu sveinsbréfin sín afhend ásamt gjafabréfi á námskeið hjá Iðunni. 

  Í hópi nýsveina á Norðurlandi voru tveir einstaklingar með hæstu einkunn á sveinsprófi en það voru þeir: Sigurður Bergmann Sigmarsson sem hlaut hæstu einkunn á sveinsprófi í matreiðslu og Hrannar Marel Birgisson sem var einn af þremur nýsveinum í málaraiðn sem hlutu hæstu einkunn.

  Hildur Elín Vignir stjórnaði athöfninni ásamt Heimi Kristinssyni varaformanni Byggiðnar, Bergvini Bessasyni varaformanni FMA, Rúnari Inga Guðjónssyni og Magnúsi Friðrikssyni sem sitja í stjórn MATVÍS.

  Við óskum nýsveinum innilega til hamingju með áfangann og bjóðum þá velkomna í hóp fagfólks í iðnaði. 

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband