Verkin tala

Hópur af áhugasömum nemendum úr Kársnes- og Hólabrekkuskóla í heimsókn hjá Iðunni

  Í verkefninu Verkin tala sem hefur í nokkur ár verið haldið úti af Iðunni fræðslusetri er komið til móts við áhugasama nemendur úr grunnskólum í samstarfsskólum á höfuðborgarsvæðinu og þeim boðið í heimsókn og leyft að spreyta sig á verkefnum sem tengjast faggreinunum.

  Um 30 nemendur úr Kársnes- og Hólabrekkuskóla kynntu sér verkefni sem tengjast prent- og miðlunargreinum og bílgreinum í byrjun mars í húsakynnum Iðunnar.

  Hluti nemenda vildi fá að kynnast grunnatriðum grafískra greina. Þau settu upp plaköt með texta og mynd og sendu til prentunar í Litrófi. Þau fengu góða leiðsögn frá prentsmiðum og kynntust starfsumhverfi prentara, bókbindara og grafískra miðlara. Þá fengu þau tækifæri til þess að taka upp viðtölin sem eru í þessu myndskeiði, framleiðslustýra og klippa saman.

  Þeir nemendur sem vildu kynna sér bílgreinar fengu mjög spennandi verkefni og settu saman sína eigin rafknúnu bíla. Þannig snertu þau í þeirri vinnu á öllum þremur greinum bíliðna; bifvélavirkjun, bílamálun og bílasmíði.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband