Ævintýri í Tallin með Erasmus+
Bakarinn Ástrós Elísa lagði heldur betur inn í reynslubankann
Við útskrift úr bakaraiðn fann Ástrós fyrir faglegri þreytu og langaði í nýja reynslu sem myndi styrkja hana sem fagmann. Hún kynnti sér því Erasmus+ fyrir nýsveina og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Málin þróuðust þó þannig að hún endaði á því að fara til Tallin í Eistlandi og sér ekki eftir þeirri ákvörðun.
Hún segir Tallin hafa verið mikla upplifun. Hún fór ein út, þekkti engan og þurfti að reiða sig algerlega á sjálfa sig. Hún vann hjá litlu fjölskyldureknu bakarí þar sem samheldni var mikil og nýsköpun í hávegum höfð. Hún segir það hafa verið dýrmæta reynslu að sjá hvað eigendur voru tilbúnir að breyta til, þróa nýjar vörutegundir og nota nýjar aðferðir við vinnsluna.
Ástrós hvetur aðra nýsveina til að kynna sér möguleika Erasmus+, það auki víðsýni og styrki einstaklinga sem fagfólk á sínu sviði.
Helen Gray leiðtogi alþjóðaverkefna hjá Iðunni spjallar hér við Ástrósu um reynsluna af ferðinni og framtíðina í bakaraiðn.