Hlaðvörp - Augnablik í iðnaði
09. febrúar 2024

Umferðaröryggi á Íslandi er ábótavant

Umferðaröryggi á Íslandi er ábótavant
Ólafur Guðmundsson sérfræðingur i umferðaröryggi.

Ólafur Guðmundsson sérfræðingur í umferðaröryggi er viðmælandi Sigurðar Svavar Indriðasonar, leiðtoga bílgreina í hlaðvarpi Iðunnar fræðsluseturs, Augnablik í iðnaði.

Ólafur segir umferðaröryggi á Íslandi ábótavant og það vanti fjárfestingu í innviðum eða vegum þar sem flest slys verða.

Flest umferðarslys verða við Miklabraut í Reykjavík og þá á Reykjanesbraut frá Miklubraut og suður að Kaplakrika.

Forsenda fyrir því að fækka slysum sé að laga vegina, greina hættumestu vegi landsins og fjárfesta í umferðaröryggi þeirra.

Þetta og margt fleira áhugavert í þessu fræðandi spjalli.

IÐAN - Augnablik í iðnaði · Umferðaröryggi, með Ólafi Guðmundssyni sérfræðingi í umferðaröryggismálum

Fleiri fréttir