Ævintýri í Evrópu

Tækifæri fyrir nema og nýsveina

Inga Birna Antonsdóttir
Inga Birna Antonsdóttir

  Inga Birna Antonsdóttir alþjóðafulltrúi hjá Iðunni er hér í skemmtilegu spjalli um möguleika Erasmus+ styrkjakerfinsins sem er ætlað að auka möguleika á skiptinámi og lærdómi erlendis.

  Inga segir nýsveina og iðnnema helst nýta sér styrkina og hafi þeir gert fjölmörgum kleift að taka hluta af vinnustaðanámi sínu eða endurmenntun erlendis. Nýnemar og nýsveinar sem hafa haldið út að loknu námi eru sammála um að það hafi aukið víðsýni og að þeir hafi komið heim reynslunni ríkari á margan hátt.

  Inga Birna hvetur ungt fólk í iðnaði til að nýta sér styrkina til náms og dvalar erlendis. Styrkurinn nægir í flestum tilfellum fyrir flugfari, húsnæði og uppihaldi.

  Sótt er um styrkina á vef Iðunnar. 

  Allar nánari upplýsingar gefur hún í netfangi: inga@idan.is

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband