Afhending sveinsbréfa á Neskaupstað

13 luku sveinsprófum í húsasmíði og 6 í vélvirkjun.

  Afhending sveinsbréfa í húsasmíði og vélvirkjun fór fram við hátíðlega athöfn á Hótel Hildebrand á Neskaupstað.

  Þetta er í fyrsta skipti sem afhending sveinsbréfa fer fram á austurlandi, en stór hópur tók sveinsprófið fyrir austan í sumar.

  Skemmtilegt að segja frá því að mæðgin fengu afhent sveinsbréf í húsasmíði, það eru þau Barbara Valerie Kresfelder, Kári Kresfelder Haraldsson og Týr Kresfelder Haraldsson.

  Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Marino Stefánsson afhentu sveinsbréfin fyrir hönd Iðunnar. Marino var prófmeistari í sveinsprófunum og Hulda Birna er varaformaður stjórnar Iðunnar og verkefnastjóri mennta- og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband