Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir úr nautahakki

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk

Jón Gísli Jónsson veit meira en flestir um kjöt og kjötvinnslu. Hann er kjötiðnaðarmaður að mennt, verslunarstjóri hjá Kjötkompaníinu á Bíldshöfða og þar að auki landsliðsmaður í kjötskurði. Hann er líka stundum kallaður „The Icelandic Butcher“.

Nýverið gafst okkur tækifæri að fylgjast með Jóni Gísla að störfum og sýndi hann okkur hvernig hann úrbeinar lambalæri og einnig nokkrar nýstárlegar leiðir við framreiðslu á nautahakki.

Þess má geta að Jón Gísli heldur úti stórskemmtlegri rás á Instagram sem við mælum heilshugar með.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband