Fréttir
20. september 2023

Nýsveinar taka á móti sveinsbréfum

Nýsveinar taka á móti sveinsbréfum

240 nýsveinar útskrifuðust með sveinspróf í þrettán iðngreinum á útskriftarhátíð á Hótel Nordica.

Það var glæsilegur hópur nýsveina sem fékk sveinsbréfin sín afhend við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gær. Útskriftahópurinn var einstaklega fjölmennur að þessu sinni en alls útskrifuðust nýsveinar úr eftirfarandi þrettán iðngreinum;

  • bakaraiðn
  • framreiðslu
  • kjötiðn
  • matreiðslu
  • bifreiðasmíði
  • blikksmíði
  • stálsmíði
  • veiðafæratækni
  • húsasmíði
  • húsgagnasmíði
  • málaraiðn
  • múraraiðn
  • pípulögnum.

Sveinar fengu gjafabréf á námskeið frá Iðunni og aðrar gjafir frá sínum fagfélögum og meistarafélögum. Einnig voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunn á sveinsprófi. Fjölmennastur var hópur nýsveina í húsasmíði sem luku sveinsprófi í vor. Alls luku 145 sveinsprófi á landsvísu og tóku 89 á móti sveinsbréfum sínum í gær. 

Við óskum nýsveinum hjartanlega til hamingju með áfangann.

Framundan er afhending sveinsbréfa á Akureyri í október þar sem nýsveinar í framreiðslugreinum, byggingar- og málmgreinum fá afhent sveinsbréf sín. Einnig verður haldin útskriftarhátíð nýsveina í Reykjavík í nóvember.

Fleiri fréttir