Að búa til vefnámskeið

Kjarnastarfsemi Iðunnar fræðsluseturs er símenntun fagfólks í iðnaði. Mikilvægur þáttur í því starfi er þróunarvinna hverskonar.

  Iðan tekur reglulega þátt í bæði stórum og smáum þróunarverkefnum. Afraksturs eins slíks verkefnis verður kynntur málþingi þann 25. ágúst nk. undir yfirskriftinni „Að búa til vefnámskeið“.

  Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða þróun á fræðsluefni, nánar tiltekið veflægu námskeiði í ensku. Enskukunnátta er nauðsynleg í mörgum atvinnugreinum og markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur þjálfist í ensku samhliða því að fræðast um sjálfbærni og hugmyndir um stafræna umbreytingu.

  Námskeiðið verður öllum opið vefsvæði Iðunnar. Við kynnum það betur þegar þar að kemur.

  Þann 25. ágúst nk. stendur Iðan fyrir málþingi um allar þær fjölmörgu lexíur sem við lærðum við vinnslu vefnámskeiðsins. Hvað tókst vel til, hvað tókst ekki eins vel og hvað getum við bætt. Málþingið mun hjálpa okkur við að varpa ljósi á áskoranir og tækifæri sem eru til staðar við gerð og umsjón vefnáms af ýmsum toga. Málþingið er opið og endurgjaldslaust og við hvetjum alla sem hafa áhuga á gerð vefefnis í fræðslustarfi að taka þátt.

  Smelltu hér til að skrá þig á málþingið.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband