Tækninýjungar á bílamessunni í Gautaborg

Iðan fræðslusetur fór á vettvang á bílamessuna í Gautaborg og kynnti sér framtíðarstrauma og tækninýjungar en einnig var tækniháskólinn Chalmers heimsóttur.

  Gabriel Pfeiffer segir frá rafmagnskappakstursbíl sem er hannaður og smíðaður af nemendum Chalmers sem tæknilega séð ætti að geta keyrt á hvolfi og Thomas Limbo hjá ProMeister segir frá skemtilegu verkefni þar sem gamalli Volkswagen bjöllu er breytt í rafbíl. Þá lítum við á dæmi um sjálfvirkni á bifvélaverkstæðum og hvað framtíðin hefur í för með sér til að gera viðgerðir skilvirkari.

  Aðeins 200 kíló að þyngd

  Gabriel er nemandi við Chalmers Technical Univeristy og hluti af hóp sem á hverju ári hanna og smíða rafmagnskappakstursbíl með það að markmiði að keppa við aðra háskóla í Formula Student sem er keppni sem er haldin víðs vegar um Evrópu og var bíll síðasta árs til sýnis á bílamessunni. Bíll síðasta árs var 200 kíló að þyngd og með möguleika til að keyra sjálfur. Sigurður Svavar Indriðason leiðtogi bílgreina skoðaði bílinn og ræddi við Gabriel um hönnun og byggingu bílsins sem er alfarið á vegum nemenda. Gabriel ber ábyrgð á hönnun og framleiðslu á burðarvirki bílsins sem er að mestu smíðað úr koltrefjum sem gefur mikinn styrk en er einnig mjög létt. Gabriel segir frá mismunandi eiginleikum hans og hvernig tækninýjungar eru notaðar til að hámarka afköst og getu bílsins þegar komið er á keppnisbrautina. Bíllinn er fjórhjóladrifinn þar sem hvert hjól er drifið áfram af rafmótor sem hver skilar 34 kílóvöttum sem samsvarar heildar afli upp á næstum 200 hestöfl. Með því að hafa einn mótor fyrir hvert hjóli er hægt að stýra nákvæmlega aflinu til hvers hjóls, þannig að þegar það er verið að taka skarpa beygju er hægt að stilla meira afli á ytri dekk en innri dekk til þess að koma bílnum hratt fyrir horn án þess að tapa miklu gripi á veginum en þetta kallast „Torque Vectoring“

  Bíllinn getur tæknilega keyrt á hvolfi

  Það er nokkuð merkilegt að 200 kílóa bíll nái 200 hestöflum og er það hlutfall á pari við marga öflugustu ofursportbíla heimsins en 97% af bílnum er smíðað af nemendum sjálfum. Vegna loftfæðipakka bílsins (vængja) skapar bíllinn nægjanlega mikinn niðurþrýsitng sem gerir honum kleift að tæknilega er hægt að keyra bílinn á hvolfi við 98 km á klukkustund. Teymið notar þrívíddarprentara til að prenta alls kyns íhluti bílsins í bæði plasti og einnig eru margir hlutir t.d. í fjöðrunarbúnaðinum prentaðir úr álblöndu en með þeim hætti er hægt að hanna hluti sem annars væri ómögulegt að framleiða og einnig lámarka þyngd. Gabriel segir að þrívíddarprentun sé mikilvæg í nýsköpun og þróun bíla og mögulega verður þetta einnig hluti af almennum viðgerðum í framtíðinni.

  Framtíð og fortíð mætast

  Fyrir utan sýningar svæðið var trukkur sem var búið að breyta í færanlega kennsluaðstöðu og þar inni var Thomas Limbo hjá ProMeister ásamt öðrum kennurum og nokkrum nemum að vinna að því að breyta gamalli VW bjöllu úr hefðbundnum jarðeldsneytis bíl í rafbíl. Markmiðið er að bíllinn verði tilbúinn við lok messunar. Thomas fer aðeins í gegnum ferlið og hvað þurfi til í svona verkefni. Í ljósi orkuskipta verður það mögulega vinsælt að rafvæða fornbílana.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband