86 ára prentsmiðjustjóri í fullu fjöri

Þráinn Skarphéðinsson prentsmiðjustjóri fer með Iðunni í gengum Héraðsprent og segir frá vélakosti og starfseminni.

  Það var mikið að gera í Héraðsprenti á Egilstöðum og fjölbreyttir prentgripir sem fóru í gegnum prentsmiðjuna þegar Iðan fór þangað á vettvang í vor.  

  Héraðsprent á Egilstöðum var stofnað þar í bæ árið 1972 af hjónunum Þráni Skarphéðinssyni og Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur.

  Fyrirtækið hefur verið í öflugum rekstri síðan og það er engin tilviljun að á Egilstöðum er blómleg útgáfa enda ekki langt fyrir bæjarbúa að fara til að sækja þjónustuna því prentsmiðjan er í miðbænum. Prentsmiðjan prentar Austurgluggann og Dagskrána sem eru ómissandi miðlar í bænum auk fjölda annarra rita og prentgripa og þjónar prentsmiðjan ferðamannaiðnaði vel. Verkefnum hefur fjölgað frá landinu öllu og Þráinn segist jafnvel fá verkefni frá Reykjavík.

  Enda er prentsmiðjan stórglæsileg og fagmaður í hverju verki þar innandyra.

  Þótt Þráinn sé orðinn 86 ára gamall þeytist hann um prentsmiðjuna og hefur gaman af. Hann segist unglegur því vinnan sé hans áhugamál og ástríða. Hann hefur einnig verið leiðsögumaður um Austurland undanfarin ár og sinnir því enn í dag, þó helst fyrir vini og vandamenn.

  Þráinn sýnir okkur vélakost Héraðsprents sem þjónar fjölbreyttum verkefnum. Tækjakostur er mjög góður og prýðin í prentsmiðjunni eru Heidelberg Supra-setter plötuskrifari, Heidelberg Speedmaster 73, fjögurra lita með arkastærð 52x72 cm.

  Gömlu vélarnar heilla líka og Þráinn heldur upp á sína fyrstu prentvél og notar hana enn þann dag í dag.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband