Upplýsingagjöf í sjálfbærni
Innan fárra ára gætu fyrirtæki þurft að greina frá sjálfbærni í ársskýslu
Upplýsingagjöf í sjálfbærni felur í sér hvernig við komum á framfæri þeim upplýsingum sem við erum að safna um sjálfbærniþætti og tilgreinir þau markmið og stefnur sem settar eru varðandi m.a. kolefnisspor, orkunotkun og starfsmannastefnu segir Snjólaug Ólafsdóttir sviðstjóri sjálfbærniráðgjafar hjá Ernst & Young.
Hún segir upplýsingarnar gagnlegar fyrir hagaðila s.s. fjárfesta, starfsfólk og fólk sem hyggst sækja um vinnu hjá viðkomandi fyrirtæki. Þannig fæst gleggri mynd af því hvað fyrirtæki eru að gera í sjálfbærni og hvaða framtíðarmarkið þau hafa sett sér.
Í framtíðinni munu fyrirtæki þurfa að gera grein fyrir stöðu sjálfbærnimála í ársskýrslu en Snjólaug segir nokkur ár í það.
Það er því ekki seinna vænna en að byrja strax og fara yfir stöðuna með virðiskeðjuna í huga því fyrirtæki gætu þurft að skipta um birgja samræmist staða þeirra ekki markmiðum fyrirtækisins.
Þetta og margt fleira fróðlegt í þessu skemmtilega hlaðvarpi.