Svona virka viðskiptatengslakerfi

Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur hjá Digido, fræðir okkur um viðskiptatengslakerfi.

    Viðskiptatengslakerfi, eins og nafnið ber með sér, er verkfæri til að halda utan um viðskiptavini, bæði núverandi og mögulega. Viðskiptatengsl eru meðal dýrmætustu eigna fyrirtækja og með því að umgangast þau vel má styrkja markaðssetningu til muna og auka skilvirkni í rekstri svo fátt eitt sé nefnt.

    Viðskiptatengslakerfi eru ekki aðeins gagnleg við markaðssetningu heldur nytsamleg í sölu og þjónustu einnig. Það er til mikils að vinna fyrir fyrirtæki af öllu stærðum og gerðum að öðlast yfirsýn yfir gögn sem falla til í rekstrinum og nýta á skynsaman hátt. það er einmitt viðfangsefni þessa fróðlega kaffispjalls.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband