Þrívíddarprentun í iðnaði

Gæði 3D prentunar eru nánast þau sömu og gæði úr tölvustýrðir vél, en nýting á efni er miklu betri

  Þórdís Björgvinsdóttir og Ágúst Bjarkarson reka fyrirtækið 3D verk. Það er frekar nýtt af nálinni og það er nóg að gera.

  Ævintýrið hófst þegar Ágústi datt í hug að 3D prenta BS verkefnið sitt frá Landbúnaðarháskólanum. Á þeim tíma var ekki hægt að kaupa prentara né efni hér á landi þannig að hann þurfti að kaupa allt erlendis frá. Fljótlega voru kaupin orðin það umfangsmikil að söluaðilar héldu að hann ræki eigin verslun. Þannig varð það úr að 3D verk var stofnað segir Ágúst sem datt reyndar ekki í hug að viðbrögðin yrðu eins góð eins og raun hefur orðið.

  Þórdís og Ágúst segja gríðarlega tækniþróun hafa átt sér stað á mjög stuttum tíma í kringum þrívíddarprentun og miklar breytingar séu framundan. Meðal viðskiptavina þeirra eru bifreiðaverkstæði, rennismiðir, arkitektar, hönnuðir, myndlistarmenn, myndhöggvarar og Kokkalandsliðið sem m.a. er að nota þrívíddarprentun til að skapa margvísleg form.

  Þetta og margt fleira í þessu fróðlega spjalli um þrívíddarprentun í iðnaði.

   

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband