Geðheilbrigði á vinnustöðum
Geðheilbrigði á vinnustað er að verða eitt mikilvægasta viðfangsefnið í viðskiptalífinu í dag.
Ómeðhöndlaður geðvandi leiðir ósjaldan til kostnaðarsamra vandamála. Hér má nefna veikindafjarvistir, minnkandi framleiðni, aukna starfsmannaveltu og aukin útgjöld til starfsmannamála. Þá er ótalin þjáning þeirra sem við vandann glíma og fjölskyldna þeirra.
Stjórnendur standa frammi fyrir miklum áskorunum sem bregðast þarf við segir Helena Jónsdóttir sálfræðingur og framkvæmdastjóri Mental ráðgjafar í þessu fróðlega spjalli um geðheilbrigðismál á vinnustöðum. Hún segir að 25% fólks þjáist af geðvanda og séu flestir þeirra fullorðnir einstaklingar sem starfa á vinnumarkaði.
Helstu ástæður fyrir því að fólk leiti sér ekki aðstoðar fyrr en það raun ber vitni um er hár kostnaður, fordómar og mismunandi aðgengi að sálfræðiþjónustu.
Hjá Mental er unnið með starfsfólki og stjórnendum fyrirtækja að því að þau setji sér geðheilsustefnu. Úttekt Mental gerir fyrirtækjum kleift að greina geðheilbrigði og sálrænt öryggi vinnustaðarins og gefur mikilvægar upplýsingar sem hægt er að vinna út frá.
Nánar má lesa um þjónustu Mental ráðgjafar hér