Nýsköpun nýr hluti af hlaðvarpi Iðunnar
Við höfum bætt nýjum dagskrárlið, um nýsköpun, við hlaðvarpið okkar Augnablik í iðnaði.
Kristjana Guðbrandsdóttir sem leiðir þróun nýsköpunar hjá Iðunni stýrir þáttunum.
Fyrsti þátturinn kemur út í vikunni og er gestur Kristjönu, Róbert Helgason hjá KOT hugbúnaði. Hlaðvarp Iðunnar,
Augnablik í iðnaði kemur út vikulega og fjallar um málefni er snúa að íslenskum iðnaði. Hægt er að hlusta á þættina bæði í gengum Soundcloud og Spotify.