Stjórnendur eru ábyrgir fyrir að skapa gott vinnuumhverfi

Í byrjun ársins 2022 var stofnað sérstakt svið forvarna hjá Virk, sem Ingibjörg Loftsdóttir veitir forstöðu.

Ingibjörg Loftsdóttir, sviðstjóri forvarna hjá Virk
Ingibjörg Loftsdóttir, sviðstjóri forvarna hjá Virk

    „Ábyrgð stjórnenda er mikil“ segir Ingibjörg. Stjórnendur leggja í raun grunninn að þeirri menningu sem einkennir fyrirtækið. Það þarf að byggja upp traust á vinnustaðnum. „Þetta kristallast allt í að vera í grunninn góð manneskja og láta starfsfólk finna að það sé raunverulegt virði.“

    Í því felst að fólki finnist það meðvitað um ákvarðanir sem snúa að starfi þess, það sé borin virðing fyrir hverjum og einum og að það sé komið eins fram við alla. Svo bendir Ingibjörg á að það megi ekki gleyma að veita athygli og hrósa fyrir vel unnin störf.

    „Traust er grundvöllur fyrir góðum samskiptum“ segir Ingibjörg, „það að fólki finnist það geta sagt skoðun sína án þess að það hljóti bágt fyrir.„

    Hluti af forvarnarstarfi Virk er vefurinn velvirk.is þar sem stjórnendur hafa aðgang að fræðsluefni og verkfærum sem geta nýst til að stuðla að vellíðan starfsfólks og hjálpað við að skapa heilsueflandi starfsumhverfi. Vefurinn inniheldur t.a.m. verkfæri eins og streitustigann en það er dýrmætt tæki fyrir stjórnendur sem vilja gera sér grein fyrir líðan starfsmanna og jafnvel snúa við vanlíðan.

     Hægt er að hlusta á alla þætti Augnabliks í iðnaði á Soundcloud og Spotify

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband