Stjórnendur sem horfa inn á við ná árangri

Thor Ólafsson er reynslumikill stjórnendaráðgjafi og stofnandi fyrirtækisins Strategic Leadership sem er með starfsemi víða um heim.

Thor Ólafsson
Thor Ólafsson

 Í þessu fróðlega viðtali kynnir Thor okkur fyrir hugmyndum sínum um stjórnun og mikilvægi þess að starfsmenn og stjórnendur geri sér grein fyrir eigin „egói“ og áhrifum þess.

„Ég er ekki að kenna nein módel, aðferðir eða trix“ segir Thor, „heldur frekar að kynna hvernig ég get verið meðvitaður um sjálfan mig og hvernig ég virka á aðra sem leiðtogi.“

Stjórnendur í dag verða að skilja, að of mikið „ego“ getur verið eyðileggjandi og haft víðtækar afleiðingar fyrir teymi eða fyrirtæki. Þegar leiðtogi starfar eingöngu út frá sínu eigin egói í stað þess að einblína á það sem er best fyrir teymið eða fyrirtækið, fer orkan oft í eitthvað sem öðru fremur uppfyllir persónulega hagsmuni viðkomandi.

Thor er um þessar mundir að gefa út bókina Beyound Ego. The inner compass of counscious leadership. Bókin er aðgengileg á Amazon og dagana 12.-14. maí nk. verður hægt að sækja hana endurgjaldslaust í stafrænni útgáfu. Bókin er hluti af þeirri vegferð sem Thor og samstarfsfólk hans er á, nefnilega að vekja fólk til umhugsunar um eigið sjálf og verkfæri til að vinna með það. Thor heldur einnig úti vefnum Beyondego.com þar sem hægt er að sækja margvíslegt efni sem tengist þessari hugmyndafræði og framkvæmd hennar.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband