Er þín viðskiptalausn í skýinu?
Andri Már Helgason, vörustjóri hjá Advania, spjallar við okkur um viðskiptalausnir í skýinu.
Á síðustu árum hefur hugbúnaðarþróun ekki síst snúist um það að flytja lausnir sem áður lifðu á tölvubúnaði notenda yfir í skýið. Útkoman er stóraukið hagræði fyrir notendur sem eru þá ekki bundnir ákveðnum útstöðvum við tölvuvinnslu, fljótlegra og einfaldara ferli við uppfærslur og viðhald og svo auðvitað aukið öryggi hvað varðar hýsingu og afritatöku á gögnum.
Spurður um skýið segir Andri skiptar skoðanir um hugtakið og merkingu þess, en í sínum huga þá þýði það „ekkert endilega að það sé einhver tölva þarna út í heimi sem vistar einhver gögn og þú sem notandi ert að tengjast því með einhverjum hætti heldur er þetta meira það, að þú ert að kaupa ákveðna þjónustu í einhverju áskriftaformi."
Microsoft Business Central er viðskiptalausn sem Advania selur og þjónustar og lifir í skýinu. Okkur langaði að forvitnast um skýjalausnir almennt og þá sérstaklega hvort lausn eins og Microsoft Business Central henti litlum og meðalstórum iðnfyrirtækjum.
Þetta er einstaklega fræðandi umræða fyrir alla sem eru að velta fyrir sér viðskiptalausnum og hvort akkúrat núna sé rétti tímapunkturinn til að innleiða skýjalausnir í sínum rekstri.