Tví- og þrívíddarhönnun með AutoDesk forritunum

Hönnunarvinna er nátengd náttúrunni eins og formin, lifnaðarhættir, hreyfingar og margt fleira segir Finnur Fróðason arkitekt í fróðlegu spjalli við Augnablik í iðnaði.

  Finnur Fróðason arkitekt er fæddur í Danmörku en hefur búið á Íslandi síðan 1968. Hann flutti strax eftir nám í arkitektúr hingað til lands. „Mér fannst þetta mikil upplifun,“ segir Finnur. „Svona eins og að keyra inn í Kjarvalsmálverk.“

  Hann byrjaði að vinna sem tækniteiknari hjá Rafmagnsveitum ríkisins en flutti sig fljótlega yfir til Teiknistofunnar Óðinstorgi þar sem teiknaðar voru innréttingar m.a. í Bústaðakirkju. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því hvernig hlutirnir virka sem ég teikna og í næsta lífi myndi ég líklega velja að fara í vélaverkfræði,“ segir Finnur

  Árið 1985 keypti Finnur annað leyfið sem selt var í AutoCad og þá var ekki aftur snúið. „Fyrsta stóra verkefnið sem ég teiknaði í AutoCad var Kringlan,“ segir hann.
  Hann stofnaði síðan fljótlega eftir það fyrirtækið CAD í samstafi við tvo unga vélaverkfræðinga, þá Þórð Magnússon og Rúnar Unnþórsson. Þeir félagar gerðust umboðsmenn fyrir AutoDesk forritin, AutoCad, Inventor, Revid og 3D Max, auk smáforrita sem fylgja pakkanum.

  Þetta eru hönnunarforrit fyrir tví- og þríviddar teikningar með möguleikum á að setja m.a. þyngd, hreyfingu og eðliseiginleika. Það er einnig hægt að álagsbeygja og mæla styrk svo eitthvað sé nefnt. „Við getum sent efni beint úr Inventornum yfir í CNC vélina og byrjað að skera út,“ segir Finnur

  Mjög fróðlegt spjall um möguleika AutoDesk forritanna fyrir iðnaðinn og hvernig best er að nota þau í ólík  verkefni.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband