Kynningarfundur um raunfærnimat
Kynningarfundur um raunfærnimat var haldinn þriðjudaginn 11. janúar kl. 17.00 í beinni útsendingu á vef IÐUNNAR.
Raunfærnimat er leið til að meta til náms þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því.
Eftirfarandi greinar eru á dagskrá í raunfærnimati hjá IÐUNNI vorönn 2022 ef næg þátttaka fæst (fleiri greinum verður bætt við á önninni og fer það eftir eftirspurn)
- Húsasmíði, múriðn og pípulagnir
- Bifvélavirkjun, bifreiðasmíði og bílamálun
- Matreiðsla
- Vélstjórn
Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Þessi leið hefur skilað góðum árangri þar sem margir þátttakendur raunfærnimatsins hafa haldið áfram námi og lokið sveinsprófi að loknu matinu.
Raunfærnimat er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er gengið út frá að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám sé verðmætt og að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað.
Smelltu hér ef þú hefur áhuga á að vita meira um raunfærnimat