Markaðsmál - vefurinn
Ólafur Jónsson, ráðgjafi og Sunna Þorsteinsdóttir, vefhönnuður hjá Smartmedia fjalla um vefinn sem markaðstæki lítilla og meðalstórra fyrirtækja í iðnaði.
Vefur fyrirtækis er alla jafnan eitt mikilvægasta markaðstæki þess og grundvallaratriði að vanda vel til verka við hönnun, uppsetningu og viðhaldi á honum. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða einstaka vefsíðu, lítinn fyrirtækjavef eða heila vefverslun; vefurinn er andlit fyrirtækisins út á við og það skiptir máli hvernig hann lítur út og hvernig hann virkar.
Það er staðreynd að vefmál krefjast töluverðrar sérfræðiþekkingar. Sumt er hægt að gera upp á eigin spýtur en annað síður. Við fengum því til okkar Sunnu Þorsteinsdóttur, vefhönnuð hjá Smartmedia, til að svara nokkrum vel völdum spurningum um fyrstu skrefin við hönnun og uppsetningu á vef. Þetta er einstaklega fræðandi kaffispjall fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína á vefmálum.