Markaðsmál - myndskeið í markaðsstarfi
Ólafur Jónsson, ráðgjafi og Arna Þorsteinsdóttir, meðeigandi og þjónustustjóri Sahara auglýsingastofu fjalla um framleiðslu og notkun á myndskeiðum í markaðsstarfi.
Myndskeið eru einstaklega hagnýtur miðill í stafrænni markaðssetningu; til að ná athygli, miðla upplýsingum og mæla árangur. Sífellt öflugri tækjabúnaður sem um leið er aðgengilegri en nokkurn tíma áður þýðir að framleiðsla slíks efnis er á færi flestra í dag. Stundum er síminn og einfalt app það eina sem til þarf þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar. Ósjaldan þarf hins vegar meira til og það er mikilvægt að kunna skil á því hvenær rétt er að leita aðstoðar fagfólks. Allt þetta og meira til í mjög svo fróðlegu samtali við sérfræðing í stafrænu markaðsstarfi.